Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Montreal hefur áhuga á Róberti Orra - „Klárlega spennandi lið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá því var greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær að áhugi væri á Róberti Orra Þorkelssyni og komið væri tilboð frá Montreal í MLS-deildinni.

„Það er Montreal í MLS-deildinni, sömu eigendur og eiga Bologna (á Ítalíu)," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Róbert Orri er nítján ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Róbert var í byrjunarliði U21 árs landsliðsins í fyrsta leik U21 árs landsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins og lék tvo leiki í mótinu.

Hann er uppalinn í Aftureldingu en gekk í raðir Breiðbliks fyrir síðasta tímabil.

Hann hefur glímt við meiðsli í upphafi móts og einungis komið við sögu í þremur leikjum.

Í fyrra kom hann við sögu í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark.

Fréttaritari hafði samband við leikmanninn í kvöld og spurði hann út í áhuga CF Montreal.

„Ég get í raun lítið sem ekkert sagt á þessum tímapunkti. Þetta er klárlega spennandi lið og 'professional' umhverfi," sagði Róbert Orri.

Í liði Montreal er m.a. Victor Wanyama sem gerði garðinn frægan hjá bæði Tottenham og Southamtpon í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner