Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 17. júlí 2024 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cecilía til Inter (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mætt til Inter.
Mætt til Inter.
Mynd: Inter
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er gengin í raðir ítalska félagsins Inter á láni frá þýsku meisturunum í Bayern Munchen.

Landsliðsmarkvörðurinn var í leit að liði þar sem hún fengi mikið að spila á komandi tímabili eftir talsverða bekkjarsetu í bland við erfið meiðsli hjá Bayern.

Cecilía er samningsbundin Bayern fram á sumarið 2026. Hún meiddist síðasta haust og var nánast allt tímabilið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Hún sneri til baka í byrjun maí, og var með í síðustu tveimur landsliðsverkefnum.

Inter endaði í 5. sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Cecilía verður annar Íslendingurinn til að spila með Inter því Anna Björk Kristjánsdóttir var leikmaður liðsins í tvö ár; yfirgaf félagið síðasta sumar og samdi við Val.

Cecilía á að baki ellefu landsleiki en hún verður 21 árs í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner