Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mirror: Sol Campbell fékk ekki greitt í fjóra mánuði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sol Campbell tók við enska D-deildarliðinu Macclesfield í lok nóvember í fyrra þegar það sat á botninum.

Hann fékk Andy Cole með sér til félagsins og tókst þeim félögunum að bjarga Macclesfield frá falli þrátt fyrir fjárhagsvandræði.

Leikmenn hótuðu að mæta ekki í síðasta deildarleikinn til að mótmæla launagreiðslum sem bárust of seint þrjá mánuði í röð.

Campbell sagði starfi sínu upp á dögunum og heldur Mirror því fram að stjórinn hafi ekki fengið greitt fyrir síðustu fjóra mánuðina í starfinu.

Hermann Hreiðarsson var ráðinn sem aðstoðarþjálfari Macclesfield í júlí en hann sagði upp ásamt Campbell.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða starf Campbell fær næst. Macclesfield tapaði gegn Exeter í fyrstu umferð og lagði svo Leyton Orient að velli um síðustu helgi.

Síðasta þriðjudag hafði Macclesfield betur gegn Blackpool í deildabikarnum og sögðu Campbell og Hemmi upp nokkrum dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner