Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nice skoðar að fá Pepe lánaðan frá Arsenal
Mynd: Getty Images

Franska félagið OGC Nice hefur farið mikinn á leikmannamarkaðinum í sumar. Félagið er meðal annars búið að krækja sér í Aaron Ramsey og Kasper Schmeichel auk þess að eyða rúmlega 30 milljónum evra til að kaupa fjóra aðra leikmenn,


Nú er félagið í leit að nýjum sóknarleikmanni og fékk tilboði sínu í Ben Brereton Diaz, framherja Blackburn, hafnað í gær. Núna skoðar félagið að fá kantmanninn Nicolas Pepe á lánssamningi frá Arsenal.

Arsenal borgaði metfé fyrir Pepe sem hefur engan veginn staðist væntingarnar sem til hans voru gerðar. Hann hefur sýnt frábærar rispur af og til en er aðeins búinn að koma að 48 mörkum í 112 leikjum fyrir félagið sem þykir ekki nægilega mikið. Hann á það til að hverfa í leikjum og hefur ekki náð að fóta sig jafn vel á Englandi og hann gerði með Lille í Frakklandi.

Pepe var ónotaður varamaður í fyrstu tveimur deildarleikjum Arsenal á tímabilinu og á hann tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. 

Nice er talið vera að undirbúa lánssamning fyrir Pepe með kaupmöguleika.


Athugasemdir
banner
banner