Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   lau 17. ágúst 2024 17:13
Hákon Dagur Guðjónsson
Elmar Atli: Gott að geta refsað þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að díla við smá meiðsli undanfarið og svo hefur Fall spilað mjög vel. Hann er í banni í dag svo ég kom inn og það var mjög gott að geta hjálpað liðinu með að skora og leggja upp. Það er ekki minn náttúrulegi leikur en það var gott að geta skilað því í dag," sagði Elmar Atli Garðarson sem hefur verið á bekknum hjá Vestra að undanförnu en átti frábæran leik í dag í 2 - 0 sigri á KR en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ísafirði.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Stemmningin í hópnum er mjög góð, það hefur verið stígandi í síðustu leikjum og við erum loksins að uppskera í dag þrjú stig. Það hafa verið mörg jafntefli hjá okkur og við verið hungraðir í sigurinn. Það er geggjað að geta loksins gert það hér á heimavelli að koma með þrjú stig í pokann."

Vestri var í basli í byrjun leiks en leikurinn breyttist þegar Vestri komst yfir á 20. mínútu.

„Þeir voru meira með boltann og við lágum aðeins til baka en ég tala fyrir hópinn, okkur leið mjög vel og fannst þeir ekki vera að skapa neitt þannig. Svo er gott að geta refsað þeim fram á við þegar við unnum boltann og mér fannst við gera það mjög vel í dag."

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner