Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   þri 17. september 2024 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Klaassen snýr aftur heim í Ajax (Staðfest)
Mynd: Ajax
Hollenski miðjumaðurinn Davy Klaassen er kominn aftur heim í Ajax en þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska stórveldinu í dag.

Klaassen er 31 árs gamall og kemur úr akademíunni hjá Ajax en hann lék með liðinu til 2017 og gekk þá í raðir Everton fyrir 23 milljónir punda.

Þjálfarinn Ronald Koeman fékk Klaassen til Everton en var rekinn í október. Það hafði áhrif á framtíð Klaassen sem endaði á því að yfirgefa enska félagið sumarið 2018 og ganga í raðir Werder Bremen.

Þar lék hann til 2020 áður en hann snéri aftur heim í Ajax. Klaassen var einn af bestu mönnum Ajax og var síðar gerður að fyrirliða áður en hann fór frá félaginu á síðasta ári.

Félagið leyfði honum að elta drauminn til Ítalíu þar sem hann samdi við Inter. Hollendingurinn varð deildarmeistari með Inter en komst að samkomulagi um að rifta samningi sínum í sumar.

Ajax hefur nú staðfest endurkomu Klaassen, aðeins ári eftir að hafa yfirgefið félagið.

Samningur Klaassen er út tímabilið með möguleika á að framlengja um annað ár.


Athugasemdir
banner
banner