Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 18:02
Fótbolti.net
Tekur Gunnar Guðmunds við Þrótti?
Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. er í þjálfaraleit. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá fundaði Gunnar Guðmundsson með félaginu í dag.

Ágúst Gylfason var efstur á blaði Þróttara en gaf félaginu afsvar og tók við Gróttu.

Gunnar Guðmundsson var síðasta sumar aðstoðarþjálfari Grindavíkur. Hann verður ekki áfram þar. Sigurbjörn Hreiðarsson tók við Grindavík og verður Ólafur Brynjólfsson honum til aðstoðar.

Gunnar þjálfaði áður meistaraflokka HK, Selfoss og Gróttu og hefur einnig þjálfað landslið U-17 karla. Hann þjálfaði síðast Gróttu sumarið 2015.

Þróttur var í vandræðum í Inkasso-deildinni á liðnu sumri og bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni.

Þórhallur Siggeirsson, sem þjálfaði Þrótt, var rekinn eftir tímabilið.

Páll Einarsson hefur einnig verið orðaður við starfið hjá Þrótti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner