mán 18. janúar 2021 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Kristófer spilaði hálftíma í jafntefli
Kristófer Ingi Kristinsson kom inná sem varamaður í 1-1 jafntefli Jong PSV gegn NAC Breda í hollensku B-deildinni í kvöld.

Þessi efnilegi sóknarmaður hefur verið með bestu mönnum liðsins á tímabilinu en hann er með 6 mörk og 1 stoðsendingu fyrir liðið í deildinni.

Hann byrjaði á bekknum gegn NAC Breda í kvöld en kom inná sem varamaður á 62. mínútu.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Jong PSV er í 16. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan NAC Breda er í 4. sæti með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner