Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
banner
   mið 18. janúar 2023 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Bosníu: Íslendingar setja Lúxemborg og Slóvakíu fyrir ofan okkur
Viðbrögð Íslendinga komu á óvart
Þjálfaði áður landslið Svartfjallalands.
Þjálfaði áður landslið Svartfjallalands.
Mynd: EPA
Af landsliðsæfingu í Portúgal.
Af landsliðsæfingu í Portúgal.
Mynd: KSÍ
Þjálfari bosníska landsliðsins, Faruk Hadzibegic, fylgdist með vináttulandsleik Íslands gegn Svíþjóð í síðustu viku. Bosnía er fyrsti andstæðingur Íslands í undankeppni fyrir EM 2022, liðin mætast þann 23. mars í Zenica í Bosníu.

Lestu um leikinn: Svíþjóð 2 -  1 Ísland

Ísland leiddi 1-0 í leiknum allt þar til á 85. mínútu og sigurmark Svía kom svo í uppbótartíma.

„Ég verð að viðurkenna að viðbrögð íslenska liðsins komu mér á óvart, þeir voru sýnilega vonsviknir eftir tapið gegn Svíþjóð, þeir hljóta að hafa haft miklar væntingar. Þetta segir mér að þeir eru með háleit markmið og ætli sér góð úrslit í undankeppninni. Miðað við það sem liðið hefur sýnt þá er þetta lið sem hleypur mikið, spilar agressíft bæði sóknar og varnarlega."

„Það var gott að ég fékk tækifæri til að sjá liðið spila, og miðað við þeirra yfirlýsingar, þá fæ ég þá tilfinningu að þeir líti á Portúgal sem líklegasta liðið til sigurs í riðlinum og að þeir séu líklegasti kandídatinn til að ná öðru sæti."

„Þeir setja Slóvakíu og Lúxemborg fyrir ofan okkur, sem er ekki svo slæmt, því það getur verið aukin hvatning fyrir okkar leikmenn þegar við mætum þeim í fyrsta leik á heimavelli. Það er enginn vafi á því að við erum með betra lið og við verðum klárir í slaginn í mars,"
sagði þjálfarinn. Athygli skal vakin á því að um janúarverkefni var að ræða og líklegast að einungis lítill hluti af íslenska hópnum í því verkefni verði með í mars.

Undirritaður man ekki til þess að einhver tengdur íslenska landsliðinu hafi talað Bosníu niður og mögulega einhver taktík hjá landsliðsþjálfaranum til að kveikja í sínum mönnum fyrir leik liðanna. Faruk, sem er 65 ára, tók við bosníska liðinu í upphafi árs. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 1999.

Neðst í fréttinni má hlusta á landsliðsþjálfarann Arnar Viðarsson ræða verkefnið í Portúgal og komandi leik gegn Bosníu.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum. Portúgal var í þeim efsta, Bosnía & Hersegóvína í öðrum, Lúxemborg var í fjórða, Slóvakía í fimmta og Liechtenstein í sjötta.

Viðtal við Arnar eftir dráttinn í október:
„Hefðum alltaf skrifað undir ef þetta hefði boðist fyrir fram"
Arnar gerir upp janúarverkefnið - „Viljum ekki vera lið sem er fyrirsjáanlegt"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner