Það fóru nokkrir æfingaleikir fram á dögunum bæði í karla- og kvennaflokki þar sem ÍBV lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu.
Hin 14 ára gamla Erla Hrönn Unnarsdóttir skoraði eina mark leiksins.
Afturelding vann þá stórsigur á KFR þar sem Hólmfríður Birna Hjaltested og Karen Dræja Guðbjartsdóttir voru atkvæðamestar með sitthvora tvennuna.
Sólveig Birta Eiðsdóttir, Magðalena Ólafsdóttir og Tinna Guðjónsdóttir komust einnig á blað.
Grindavík/Njarðvík gerði svo jafntefli við Keflavík þar sem Júlía Rán Bjarnadóttir skoraði mark Grindavíkur/Njarðvíkur í Nettóhöllinni.
Í karlaboltanum skoraði Hektor Bergmann Garðarsson þrennu í 4-2 sigri Dalvíkur/Reynis gegn KFA.
Að lokum vann Njarðvík stórsigur á Árbæ þar sem Símon Logi Thasaphong var markahæstur með tvennu. Arnleifur Hjörleifsson, Tómas Bjarki Jónsson, Valdimar Jóhannsson og Felix Mathaus komust einnig á blað ásamt Hrafni Guðmundssyni sem er á reynslu hjá Njarðvík.
ÍA 0 - 1 ÍBV
0-1 Erla Hrönn Unnarsdóttir
Afturelding 7 - 0 KFR
Mörk Aftureldingar:
Hólmfríður Birna Hjaltested (2)
Karen Dræja Guðbjartsdóttir (2)
Sólveig Birta Eiðsdóttir
Magðalena Ólafsdóttir
Tinna Guðjónsdóttir
Keflavík 1 - 1 Grindavík/Njarðvík
Mark Grindavíkur/Njarðvíkur:
Júlía Rán Bjarnadóttir
Dalvík/Reynir 4 - 2 KFA
Hektor Bergmann Garðarsson (3)
Njarðvík 7 - 0 Árbær
Mörk Njarðvíkur:
Símon Logi Thasaphong (2)
Arnleifur Hjörleifsson
Tómas Bjarki Jónsson
Valdimar Jóhannsson
Felix Mathaus
Hrafn Guðmundsson
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir



