ÍA vann í gær pílumót Fótbolti.net sem haldið var á Bullseye. Mótið var í beinni útsendingu á Livey og er hægt að nálgast upptöku af mótinu í hlekknum hér að neðan. Alls tóku 27 lið í mótinu.
ÍA vann HK í undanúrslitum og í úrslitum mættu Skagamenn Þórsurum sem höfðu unnið Þróttara í hinum undanúrslitaeinvíginu.
Viktor Jónsson og Jón Gísli Eyland Gíslason voru fulltrúar ÍA og þeir Sigurður Heiðar Höskuldsson og Ingi Þór Hafdísarson voru fulltrúar Þórs.
ÍA vann HK í undanúrslitum og í úrslitum mættu Skagamenn Þórsurum sem höfðu unnið Þróttara í hinum undanúrslitaeinvíginu.
Viktor Jónsson og Jón Gísli Eyland Gíslason voru fulltrúar ÍA og þeir Sigurður Heiðar Höskuldsson og Ingi Þór Hafdísarson voru fulltrúar Þórs.
ÍA vann úrslitaleikinn sannfærandi, 3-0 í leggjum. Í sigurlaun fékk ÍA hátalara frá BOSE í klefann og þeir Viktor og Jón Gísli fá ferð á leik í enska boltanum í boði Njóttu ferða.
Það var mikil stemning á Bullseye og seinna í dag má sjá myndaveislu frá gærkvöldinu hér á síðunni.
Athugasemdir


