Hákon Arnar Haraldsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við franska félagið Lille sem gildir til sumarsins 2030.
Hákon er verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með liðinu en hann er afar mikilvægur hlekkur í sterku byrjunarliði Lille.
Gamli samningur Hákonar átti að renna út sumarið 2028 og fær hann veglega launahækkun með nýjum samningi.
Hákon er aðeins 22 ára gamall og hefur komið að 35 mörkum með beinum hætti í 102 leikjum hjá Lille. Á yfirstandandi tímabili er hann kominn með 6 mörk og 6 stoðsendingar í 26 leikjum.
Hann er mikilvægur hlekkur hjá Lille sem er í fimmta sæti frönsku deildarinnar með 32 stig eftir 18 umferðir.
Hákon er afar fjölhæfur og leikur yfirleitt sem sóknartengiliður eða kantmaður í liði Lille.
Dogue jusqu’en 2030 ????????????
— LOSC (@losclive) January 24, 2026
Hákon Haraldsson prolonge son contrat avec le LOSC?! Le milieu de terrain offensif international islandais a étendu son bail de deux saisons.
Le numéro ???? des Dogues est désormais engagé avec le Club jusqu’en 2030.
Le communiqué de presse ????… https://t.co/JQWjBIfW0s pic.twitter.com/6ZlSsnDPEy
Athugasemdir




