Afturelding 8 - 1 Haukar
Afturelding tók á móti Haukum á Malbikstöðinni að Varmá í gær og vann sjö marka sigur, 8-1. Tómas Meyer dæmdi leikinn.
Það skal tekið fram að Haukar spiluðu tvo æfingaleiki í gær. Hitt lið Hauka vann 4-3 á móti Þrótti Vogum.
Hinn 17 ára gamli Róbert Agnar Daðason skoraði tvívegis í leiknum og hinn 14 ára gamli Ari Hrafn Haraldsson eitt mark. Róbert og Ari, sem koma upp í gegnum yngri flokka Aftureldingar, voru báðir að skora sitt fyrsta mark í meistaraflokki.
Sævar Atli Hugason og Rikharður Smári Gröndal, sem eru einnig uppaldir hjá Aftureldingu, skoraði líka tvö mörk hvor í leiknum í gær.
Afturelding tók á móti Haukum á Malbikstöðinni að Varmá í gær og vann sjö marka sigur, 8-1. Tómas Meyer dæmdi leikinn.
Það skal tekið fram að Haukar spiluðu tvo æfingaleiki í gær. Hitt lið Hauka vann 4-3 á móti Þrótti Vogum.
Hinn 17 ára gamli Róbert Agnar Daðason skoraði tvívegis í leiknum og hinn 14 ára gamli Ari Hrafn Haraldsson eitt mark. Róbert og Ari, sem koma upp í gegnum yngri flokka Aftureldingar, voru báðir að skora sitt fyrsta mark í meistaraflokki.
Sævar Atli Hugason og Rikharður Smári Gröndal, sem eru einnig uppaldir hjá Aftureldingu, skoraði líka tvö mörk hvor í leiknum í gær.
Helgi Þór Gunnarsson var í Mosó í gær og tók meðfylgjandi myndir.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir

