Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   sun 25. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Stórleikir í toppbaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag þar sem fjörið hefst með nýliðaslag Sassuolo gegn Cremonese í hádeginu.

Mikael Egill Ellertsson og félagar í liði Genoa taka svo á móti Bologna á sama tíma og Atalanta spilar við Parma, áður en stórleikir helgarinnar taka við.

Juventus mætir Napoli í slag þar sem norðrið keppir við suðrið en fjögur stig skilja liðin að í toppbaráttunni. Ítalíumeistarar Napoli sitja í þriðja sæti með 43 stig eftir 21 umferð, níu stigum á eftir toppliði Inter.

AS Roma spilar að lokum við AC Milan í kvöldleiknum og eru fjögur stig sem skilja liðin að á stöðutöflunni. Milan er í öðru sæti með 46 stig og þarf sigur til að halda í við nágranna sína í toppbaráttunni.

Öll þessi fjögur stórlið eru á góðu skriði þessa stundina en Juventus missteig sig óvænt gegn Cagliari í síðustu umferð eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum þar á undan.

Leikir dagsins
11:30 Sassuolo - Cremonese
14:00 Genoa - Bologna
14:00 Atalanta - Parma
17:00 Juventus - Napoli
19:45 Roma - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
6 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
12 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
13 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
14 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
15 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner
banner