Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik fór með Haaland í fjallgöngu
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er ekki stjarna í bígerð, hann er nú þegar stjarna. Haaland skoraði tvennu þegar Borussia Dortmund vann 2-1 sigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Haaland er aðeins 19 ára gamall. Hann var keyptur til Dortmund í janúar frá Salzburg og hefur hann farið ótrúlega vel af stað í Þýskalandi.

Haaland er búinn að skora átta mörk í fimm deildarleikjum í Þýskalandi, hann er kominn með eitt mark í bikarnum og er núna einnig búinn að stimpla sig inn í Meistaradeildinni með þýska félaginu. Hann hafði reyndar skorað átta mörk í sex Meistaradeildarleikjum með Salzburg fyrir áramót.

Patrik Sigurður Gunnarsson, unglingalandsliðsmarkvörður sem er á mála hjá Brentford í Englandi, var með Haaland á reynslu hjá Molde í Noregi á sínum tíma.

„Við Haaland vorum saman á reynslu hjá Molde fyrir rúmum þremur árum, fórum meðal annars í fjallgöngu saman og fannst hann bara ágætis leikmaður, en í dag pakkaði hann PSG saman... magnað," skrifar Patrik á Twitter.

Haaland fór til Molde, þaðan til Salzburg og er núna hjá Dortmund. Eins og áður segir er hann aðeins 19 ára.

Athugasemdir
banner
banner
banner