Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 13:38
Brynjar Ingi Erluson
Suarez var nálægt því að ganga í raðir Real Madrid - „Vildu selja Benzema til Arsenal“
Luis Suarez fékk fjögurra mánaða bann fyrir að bíta í öxl Giorgio Chiellini
Luis Suarez fékk fjögurra mánaða bann fyrir að bíta í öxl Giorgio Chiellini
Mynd: Getty Images
Luis Suarez, fyrrum leikmaður Barcelona og Liverpool, segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Real Madrid fyrir HM 2014.

Úrúgvæski sóknarmaðurinn endaði markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 31 mark en hann hafði hugsað sér að halda annað eftir þrjú góð ár með Liverpool.

Suarez endaði á að ganga til liðs við Barcelona um sumarið, en hann var ansi nálægt því að fara til erkifjendanna í Real Madrid.

„Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid fá mig. Þeir vildu selja Benzema til Arsenal,“ sagði Suarez.

Á mótinu átti sér stað eftirminnilegt atvik er Suarez beit í öxl ítalska varnarmannsins Giorgio Chiellini. Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann af FIFA.

„Barcelona hafði einnig áhuga á þessum tíma og Luis Enrique var að ýta á mig. Þetta var rétt eftir bit-málið en Barcelona vildi samt kaupa mig þrátt fyrir refsinguna sem ég fékk. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir það,“ sagði Suarez ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner