Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 18. apríl 2021 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bayern ósátt við einhliða skilaboðin frá Flick
Hansi Flick, aðalþálfari Bayern Munchen, sagði í gær að hann vildi hætta hjá Bayern Munchen.

Bayern sendi í dag frá sér þau skilaboð að liðið væri ekki sátt við að þessi skilaboð kæmu frá Flick án þess að félagið væri með í ráðum.

„FC Bayern er ósátt við þessi einhliða samskipti frá Hansi Flick og viðræður munu halda áfram eftir leikinn í Mainz," segir í tilkynnngunni.

Flick er ósáttur við leikmannamálin hjá Bayern og segist vera með verra lið en í fyrra. Hann er ósáttur við söluna á Thiago Alcantara og þá ákvörðun félagsins að semja ekki við David Alaba og Jerome Boateng sem fara frítt í sumar.

Flick er sagður vilja taka við þýska landsliðinu í sumar. Bayern datt úr leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni en er á toppnum í þýsku Bundesliga.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
14 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
15 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner