Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Leicester og Southampton: Maddison á bekknum
Vardy byrjar en Maddison er á bekknum
Vardy byrjar en Maddison er á bekknum
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:30 hefst viðureign Leicester og Southampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leicester vann Manchester United í 8-liða úrslitum á meðan Southampton lagði Bournemouth.

Leicester hefur frá sigrinum á Man Utd tapað tveimur deildarleikjum. Á meðan hefur Southampton unnið Burnley en tapaði gegn WBA í síðasta leik.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn West Ham um síðustu helgi. Ayoze Perez og Caglar Soyuncu koma inn í liðið. Partýljónin, þeir James Maddison og Hamza Choudhury, eru á bekknum í dag. Þeir voru í agabanni í síðasta leik.

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, gerir eina breytingu frá tapinu gegn WBA. Theo Walcott fer á bekkinn og inn kemur Moussa Djenepo.

Leicester: Schmeichel, Fofana, Soyuncu, Evans, Pereira, Castagne, Ndidi, Tielemans, Perez, Iheanacho, Vardy.

Southampton: Forster, Walker-Peters, Bednarek, Vestergaard, Bertrand, Djenepo, Ward-Prowse-Diallo, Armstrong, Ings, Redmond.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner