Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 18. apríl 2025 20:15
Anton Freyr Jónsson
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara vel, fannst við spila nokkuð vel. Fyrri hálfleik fannst mér við spila flott, komumst í margar góðar stöður og góðar hreyfingar á okkur. Markið lét aðeins standa á sér. Þeir vörðust vel og við vorum ekki alveg að ná að klára sóknirnar en ég vissi að ef við mundum halda áfram þá myndi markið koma og eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning." sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4-0 sigurinn á KFA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla og KA verður í drættinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 


Lestu um leikinn: KA 4 -  0 KFA

„Þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og við leggjum mikla áherslu á. Síðustu ár höfum við farið í bæði í undanúrslit og úrslit og svo unnið þetta og það er skýrt markmið hjá okkur að við stefnum bara á Laugardalsvöll."

Marcel Römer gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum og hann kom inn á í kvöld og skoraði.

„Leikurinn var svolítið búin þegar hann kemur inn á en hann kemur inn og er klár leikmaður, leysti vel úr stöðunum og gaman fyrir að skora mark. Hann kemur bara flottur inn ég er svosem bara búin að sjá eina æfingu með honum og þennan leik þannig hann þarf kannski smá tíma til að komast í sitt besta form en hann hjálpar okkur strax."

Nánar var rætt við Hallgrím Jónasson í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner