Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 18. apríl 2025 20:15
Anton Freyr Jónsson
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara vel, fannst við spila nokkuð vel. Fyrri hálfleik fannst mér við spila flott, komumst í margar góðar stöður og góðar hreyfingar á okkur. Markið lét aðeins standa á sér. Þeir vörðust vel og við vorum ekki alveg að ná að klára sóknirnar en ég vissi að ef við mundum halda áfram þá myndi markið koma og eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning." sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4-0 sigurinn á KFA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla og KA verður í drættinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 


Lestu um leikinn: KA 4 -  0 KFA

„Þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og við leggjum mikla áherslu á. Síðustu ár höfum við farið í bæði í undanúrslit og úrslit og svo unnið þetta og það er skýrt markmið hjá okkur að við stefnum bara á Laugardalsvöll."

Marcel Römer gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum og hann kom inn á í kvöld og skoraði.

„Leikurinn var svolítið búin þegar hann kemur inn á en hann kemur inn og er klár leikmaður, leysti vel úr stöðunum og gaman fyrir að skora mark. Hann kemur bara flottur inn ég er svosem bara búin að sjá eina æfingu með honum og þennan leik þannig hann þarf kannski smá tíma til að komast í sitt besta form en hann hjálpar okkur strax."

Nánar var rætt við Hallgrím Jónasson í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner