„Við byrjuðum vel, spiluðum mjög góðan leik, ég er ánægður með sigurinn en ekki ánægður með að fá á okkur eiginlega þrjú óþarfa mörk,“ sagði Ólafur Karl Finsen eftir sigur á Þór.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 4 Stjarnan
Aðspurður hvort hann hafi látið sig detta í leiknum sagði hann:
„Þetta gerist hratt, ég missi jafnvægið, ég bið ekki um neitt.“
„Maður kannski býst við snertingu en við það að búast við snertingunni þá missti maður jafnvægið,“ sagði Ólafur einnig.
Hann talaði einnig um að einbeitingaleysi hefði verið ástæðan fyrir seinni tveimur mörkunum sem Þór skoraði.
Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























