Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   lau 18. maí 2019 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern München meistari sjöunda árið í röð
Þýsku úrvalsdeildinni var að ljúka og er Bayern München meistari sjöunda árið í röð.

Bayern byrjaði tímabilið brösulega og var Dortmund með forystuna lengi vel. En að lokum var það þýski risinn sem tekur Bundesligu-skjöldinn enn eitt árið.

Bayern þurfti stig gegn Eintracht Frankfurt í lokaumferðinni til að vinna mótið og gerðu lærisveinar Niko Kovac gott betur en það. Þeir unnu Frankfurt 5-1 í leik sem var sýndur í beinni á Fótbolta.net.

Kingsley Coman kom Bayern yfir eftir aðeins fjórar mínútur og var staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Sebastian Haller fyrir gestina í Frankfurt en stuðningsmenn Bayern losnuðu fljótlega við stressið eftir það.

David Alaba og Renato Sanches komu Bayern fljótlega í 3-1 og Franck Ribery og Arjen Robben, sem eru að yfirgefa Bayern eftir tímabilið, skoruðu síðustu tvö mörkin.


Dortmund gerði sitt og vann Borussia Mönchengladbach 2-0 en það var því miður ekki nóg fyrir þá gulu. Jadon Sancho og Marco Reus skoruðu mörk Dortmund.

Bayern á möguleika á því að vinna tvöfalt í Þýskalandi. Bayern mætir RB Leipzig í bikarúrslitum eftir viku.

Dortmund endar í öðru sæti og RB Leipzig í því þriðja. Það var Bayer Leverkusen sem tók síðasta Meistaradeildarsætið á undan Gladbach og Frankfurt. Leverkusen vann 5-1 sigur á Hertha Berlín í höfuðborginni.

Hannover og Nürnberg fara niður í B-deild og Stuttgart fer í umspil um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Augsburg, félag Alfreðs Finnbogasonar, tapaði 8-1 gegn Wolfsburg í lokaumferðinni og endar í 15. sæti. Alfreð lék ekki með í dag vegna meiðsla.

Aron Jóhannsson kom inn á og lék síðustu mínúturnar í 2-1 sigri Werder Bremen á RB Leipzig. Aron er að yfirgefa Werder Bremen. Gamla brýnið Claudio Pizarro skoraði sigurmark Werder í leiknum.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara dagsins. Neðst er svo stöðutaflan í deildinni. Það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.

Bayern 5 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Kingsley Coman ('4 )
1-1 Sebastien Haller ('50 )
2-1 David Alaba ('53 )
3-1 Renato Sanches ('58 )
4-1 Franck Ribery ('72 )
5-1 Arjen Robben ('78 )

Schalke 04 0 - 0 Stuttgart

Borussia M. 0 - 2 Borussia D.
0-1 Jadon Sancho ('45 )
0-2 Marco Reus ('54 )

Hertha 1 - 5 Bayer
0-1 Kai Havertz ('28 )
1-1 Valentino Lazaro ('34 )
1-2 Lucas Alario ('38 )
1-3 Julian Brandt ('54 )
1-4 Lucas Alario ('72 )
1-5 Lucas Alario ('88 )

Werder 2 - 1 RB Leipzig
1-0 Milot Rashica ('35 , víti)
1-0 Bruma ('55 , Misnotað víti)
1-1 Nordi Mukiele ('86 )
2-1 Claudio Pizarro ('88 )

Freiburg 5 - 1 Nurnberg
1-0 Marco Terrazzino ('7 )
2-0 Luca Waldschmidt ('34 )
3-0 Nils Petersen ('53 )
4-0 Nils Petersen ('56 )
5-0 Vincenzo Grifo ('61 )
5-1 Eduard Lowen ('69 )

Mainz 4 - 2 Hoffenheim
0-1 Ishak Belfodil ('12 )
0-2 Andrej Kramaric ('34 )
1-2 Daniel Brosinski ('66 , víti)
2-2 Jean-Paul Boetius ('83 )
3-2 Jean-Philippe Mateta ('90 )
4-2 Jean-Paul Boetius ('90 )
Rautt spjald:Christoph Baumgartner, Hoffenheim ('41)

Wolfsburg 8 - 1 Augsburg
1-0 Wout Weghorst ('21 )
2-0 Wout Weghorst ('37 )
3-0 Robin Knoche ('41 )
4-0 Wout Weghorst ('55 )
5-0 Daniel Ginczek ('57 )
6-0 Elvis Rexhbecaj ('60 )
6-1 Julian Schieber ('82 )
7-1 Josip Brekalo ('85 )
8-1 Kevin Danso ('89 , sjálfsmark)

Fortuna Dusseldorf 2 - 1 Hannover
1-0 Rouwen Hennings ('56 )
2-0 Kenan Karaman ('61 )
2-1 Nicolai Muller ('78 )



Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir