Nafn Abdoualye Toure verður lengi í minnum haft hjá franska félaginu Le Havre en hann bjargaði liðinu frá falli með Panenka-vítaspyrnu á lokasekúndunum í lokaumferð frönsku deildarinnar í gær.
Le Havre kom upp úr B-deildinni fyrir tveimur árum og hafði verið í kringum fallsvæðið stærstan hluta þessa tímabils.
Liðið vissi fyrir lokaumferðina að sigur myndi líklega bjarga liðinu frá falli en það sat í 16. sæti með 31 stig, tveimur á eftir Reims sem var í öruggu sæti.
Staðan var 2-2 í leik Strasbourg og Le Havre þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en aðeins um fjórum mínútum var bætt við.
Rautt spjald Andrew Omobamidele, leikmanns Strasbourg, varð til þess að uppbótartíminn varð lengri og sóttu Le Havre-menn vítaspyrnu.
Toure, sem hafði skorað úr vítaspyrnu fyrr í leiknum, steig á punktinn vitandi það að mark myndi tryggja áframhaldandi veru Le Havre í deildinni.
Hann sýndi stáltaugar sínar og vippaði boltanum á mitt markið sem færði Le Havre sigurinn. Búið var að flauta til leiksloka hjá Lille og Reims, en þar vann Lille 2-1 sigur sem þýddi það að Le Havre bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt.
Vítaspyrnuna hjá Toure má sjá hér fyrir neðan.
Ton équipe joue son maintien et sa saison sur ce pénalty et…
— Actu Foot (@ActuFoot_) May 17, 2025
???????? ???????????????? ????????? ????????
Les ???? d’Abdoulaye Touré ???????? c’est quelque chose pour maintenir Le Havre en Ligue 1. ????pic.twitter.com/PUzmCLw1F7
Athugasemdir