Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Will Still hættur með Lens (Staðfest) - Gæti tekið við Southampton
Mynd: EPA
Enski þjálfarinn Will Still er hættur með franska liðið Lens en þetta staðfesti hann á blaðamannafundi eftir lokaumferðina í frönsku deildinni í gær.

Still náði eftirtektarverðum árangri með Reims frá 2022 til 2024 og þá sérstaklega á fyrsta tímabili sínu þar sem það fór í gegnum sautján deildarleiki án þess að tapa l eik.

Liðið hafnaði í 11. sæti deildarinnar en á síðasta tímabili komst hann að samkomulagi um starfslok eftir að hafa unnið aðeins tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum með liðið.

Hann tók við Lens fyrir þetta tímabil og hafnaði í 8. sæti deildarinnar, en tilkynnti í gær að þetta yrði hans síðasta. Still hefur ákveðið að halda aftur heim til Englands vegna persónulegra ástæðna.

Samkvæmt blaðamanninum Miguel Delaney hefur Southampton verið í sambandi við Still.

Southampton er fallið niður í B-deildina en það hefur aðeins náð í 12 stig á þessari leiktíð sem er einn slakasti árangur í sögu deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner