Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 17:11
Brynjar Ingi Erluson
Cherki yfirgefur Lyon í sumar (Staðfest)
Rayan Cherki
Rayan Cherki
Mynd: EPA
Franski sóknartengiliðurinn Rayan Cherki mun yfirgefa Lyon eftir þetta tímabil en þetta staðfesti hann við blaðamenn eftir síðasta leik liðsins í frönsku deildinni í gær.

Cherki er 21 árs gamall og spilað með Lyon frá því hann var aðeins 7 ára gamall.

Á þessu tímabili skoraði hann tólf mörk og lagði upp tuttugu, en nú er komið að kveðjustund.

Hann staðfesti við fjölmiðla í gær að hann myndi yfirgefa Lyon á frjálsri sölu í sumar og er alveg gulltryggt að mörg stór félög koma til með að bjóða honum gull og græna skóga.

„Ég er klár í að hefja nýjan kafla á ferlinum. Ég vil þakka Lyon, þjálfaranum, starfstreyminu, forsetanum, liðsfélögunum og öllu fólkinu hjá klúbbnum,“ sagði Cherki eftir 2-0 sigur á Anger sem um leið tryggði Lyon Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.

Cherki er einn allra hæfileikaríkasti leikmaður frönsku deildarinnar, en síðustu mánuði hefur hann verið orðaður við félög á borð við Borussia Dortmund, Liverpool, Manchester United, Marseille og Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner