Spænski stjórinn Mikel Arteta segir að rauð spjöld og meiðsli hafi verið helsta ástæða þess að Arsenal hafi ekki unnið ensku úrvalsdeildina í ár.
Arsenal var lengi vel í titilbaráttu við Liverpool, en tókst ekki að halda í við Liverpool-menn.
Spánverjinn mætti í viðtal hjá Sky Sports þar sem hann fór yfir tímabilið og ástæður þess að Arsenal hafi ekki tekist að vinna titilinn.
„Rauð spjöld og meiðsli, það er alveg klárt. Við vitum ekki hvað hefði gerst án þeirra. Værum við nær titlinum? Það er alveg ljóst að svar mitt við þeirri spurningu er já. Það er bara út frá því hvað við höfum verið að gera og frammistaðan sem við höfum átt, en við verðum að gera eitthvað annað á næsta tímabili því þá verður ráin hækkuð,“ sagði Arteta.
Arsenal var með flest meiðsli allra liða í deildinni á tímabilinu og þá fékk það sex rauð spjöld. Arsenal hefur fengið flest rauð spjöld í deildinni síðan Arteta tók við liðinu.
„Þegar þú horfir á stigin sem við höfum fengið síðustu þrjú tímabíl þá er það mjög sjaldgæft að vinna ekki titil. Við erum svo nálægt þessu og þegar horft er á líkur, þannig við verðum að halda áfram að vera þarna og bæta okkur
„Tiltækilegi er númer eitt. Ef við höfum hann ekki þá eigum við engan möguleika á að vinna nokkurn skapaðan hlut. Það er líka tölfræði sem er mjög viðkomandi og það er að vinna fótboltaleiki, ekki bara vera með yfirráð heldur vinna þá.“
„Við erum samt með skýra sýn á hvað færir okkur árangur og hvað við þurfum að gera, en síðan þurfum við að vinna í þeim, vera skilvirkari og bæta leik okkar. Hinn þátturinn er getan til að geta breytt leikjum á þriggja daga fresti. Þar munar miklu á hlutunum,“ sagði Arteta.
Athugasemdir