
Fullt af skemmtilegum molum má finna í Powerade-slúðurpakka dagsins en Marcus Rashford gæti endað hjá Barcelona, Jakub Kiwior er orðaður við Napoli og er Aston Villa í markvarðahugleiðingum fyrir sumarið.
Marcus Rashford (27), leikmaður Manchester United á Englandi, er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að ganga í raðir Barcelona í sumar. Hann er þessa stundina á láni hjá Aston Villa en snýr aftur til United eftir tímabilið. (Mundo Deportivo)
Barcelona vill fá Rashford á láni frá United með möguleika á að gera skiptin varanleg. (Sport)
Jakub Kiwior (25), varnarmaður Arsenal og pólska landsliðsins, er á blaði hjá ítalska félaginu Napoli, en félagið vill að Arsenal lækki 30 milljóna punda verðmiða leikmannsins. (Calciomercato)
Manchester United mun ekki reka Ruben Amorim þó liðið tapi úrslitaleik Evrópudeildarinnar. (Mirror)
Hins vegar vill Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi United, fá fullvissu um að Amorim hafi áhuga á því að vera áfram á Old Trafford (Sun).
Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér, en Gyökeres (26), sem er á mála hjá Sporting í Portúgal, er orðaður við Arsenal, Chelsea og Manchester United fyrir sumargluggann. (Evening Standard)
Manchester City er að undirbúa að eyða 180 milljónum punda í Florian Wirtz (22) hjá Bayer Leverkusen og Tijjani Reijnders (26) hjá AC Milan. (Mirror)
Milan hefur hafnað 50,4 milljóna punda tilboði Man City í Reijnders. (Teamtalk)
Leroy Sane (29), vængmaður Bayern München, hefur hafnað nýju samningstilboði frá Bayern München. Hann hefur verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni og La Liga. (Sky)
Emiliano Martínez (32), markvörður Aston Villa, virðist vera á förum frá félaginu, en hann er með tilboð frá Sádi-Arabíu og tveimur félögum í Evrópu. (Mundo Albiceleste)
Martínez og fjölskyldu hans líður vel í Birmingham-borg, en hann vill fara annað til að eiga möguleika á að vinna fleiri titla. (Ole)
Aston Villa er með auga á Caoimhin Kelleher (26), markverði Liverpool, í stað Martínez, en Chelsea, Newcastle United og Bournemouth hafa öll áhuga á leikmanninum. (The I)
Joan Garcia (24), markvörður Espanyol, er einnig á lista hjá Aston Villa. (Fabrizio Romano)
Newcastle United er reiðubúið að eyða 150 milljónum punda í sumarglugganum. Félagið ætlar að fá hægri kantmann, framherja og markvörð. (Newcastle Chronicle)
Vinicius Jr (24), sóknarmaður Real Madrid, er skotmark hjá fjölmörgum félögum í Sádi-Arabíu, en talið er að hann sé með 210 milljóna punda tilboð í á borðinu. (Fichajes)
Luis Castro, fyrrum þjálfari Al-Nassr í Sádi-Arabíu, hafnaði tækifærinu á að þjálfa Corinthians í brasilísku deildinni, en hann er að taka við nýju starfi í ensku úrvalsdeildinni. (FootMercato)
Athugasemdir