Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 22:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diljá Ýr belgískur meistari eftir sigur í úrslitaleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Leuven og Anderlecht mættust í úrslitaleik um belgíska titilinn í dag.

Diljá Ýr Zomers var ekki með Leuven í dag en hún verður með U23 landsliðinu í komandi landsleikjaglugga. Þar verður einnig Vigdís Lilja Kristjánsdóttir sem var í byrjunarliði Anderlecht í dag.

Leuven varð meistari eftir 2-0 sigur en liðin enduðu með jafn mörg stig, Leuven vann á innbyrðisviðureignum.

Lára Kristín Pedersen var ekki með Club Brugge sem gerði 2-2 jafntefli gegn Standard Liege, liðið hafnaði í 4. sæti.

Katla Tryggvadóttir var á skotskónum þegar Kristianstad lagði Norrköping 4-1 í sænsku deildinni en hún kom liðinu á bragðið eð því að skora fyrsta mark leiksins á 2. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir var einnig í byrjunarliðinu en Guðný Árnadóttir var ekki með.

María Catharina Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Linköping sem tapaði 2-1 gegn Vittsjö. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengard sem tapaði 2-1 gegn Brommapojkarna. Kristianstad er í 5. sæti með 13 stig eftir átta umferðir, Rosengard er með jafn mörg stig í 6. sæti og Linköping í 13. sæti með 5 stig.

Sunneva Hrönn SIgurvinsdóttir lagði upp í 3-0 sigri FCK gegn Varde í dönsku deildinni. FCK er á toppnum með 14 stig eftir sex umferðir.


Athugasemdir
banner
banner