Adam Wharton og Marc Guehi, lykilmenn Crystal Palace, eyddu gærkvöldinu á spítala eftir að hafa unnið enska bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Miðvörðurinn Guehi fór af velli í síðari hálfleik eftir að hafa fengið högg á augað.
Hann náði að fagna bikartitlinum í örskamma stund á Wembley áður en hann var fluttur með sjúkrabíl skömmu síðar vegna ótta um að hann hafi brotið bein í kringum augað.
Guehi eyddi öllu kvöldinu á spítala og missti því af teiti Palace sem var haldið á Box Park í Lundúnum.
Sama á við um miðjumanninn Wharton sem var sendur á spítala vegna heilahristings eftir að fast skot Kevin de Bruyne hafnaði aftan í hnakka enska leikmannsins.
Wharton birti mynd af sér á Instagram á sjúkrasloppnum seint í gærkvöldi.
Guehi hefur verið fastamaður í liði Palace síðustu fjögur ár en Wharton kom til félagsins frá Blackburn Rovers á síðasta ári.
Athugasemdir