Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 15:27
Brynjar Ingi Erluson
England: Vonin lifir hjá Forest
Nottingham Forest
Nottingham Forest
Mynd: EPA
West Ham 1 - 2 Nott. Forest
0-1 Morgan Gibbs-White ('11 )
0-2 Nikola Milenkovic ('61 )
1-2 Jarrod Bowen ('86 )

Vonir Nottingham Forest um að komast í Meistaradeild Evrópu lifir enn góðu lífi eftir að liðið vann West Ham, 2-1, í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Forest þurfti nauðsynlega á þremur stigum til að halda til að eiga möguleika á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Morgan Gibbs-White og Nikola Milenkovic sáu til þess að halda voninni á lífi.

Gibbs-White skoraði á 11. mínútu eftir skelfileg mistök Alphonse Areola í markinu. Areola ætlaði að spila út frá marki, en sendi hann beint á Gibbs-White sem var ekki í neinum vandræðum með að setja boltann í netið.

Milenkovic bætti síðan við öðru hálftíma fyrir leikslok með skalla eftir aukaspyrnu Anthony Elanga. Það fór eflaust aðeins um Forest-menn á lokakaflanum. Jarrod Bowen minnkaði muninn á 86. mínútu. Uppbótartíminn var ellefu mínútur en lengdist í sautján mínútur vegna tafa. Heimamenn pressuðu en náðu ekki að finna jöfnunarmark og lokatölur því 2-1 fyrir gestina.

Mikilvægur sigur fyrir Forest sem er í 7. sæti með 65 stig, einu stigi frá Meistaradeildarsæti.

Staðan er þannig að Forest mætir Chelsea á heimavelli í lokaumferðinni. Liðið þarf að vinna þann leik og mögulega treysta á að Aston Villa tapi stigum gegn Manchester United á Old Trafford.

Forest þarf hins vegar ekkert að spá í Villa-leiknum ef Manchester City tapar stigum í síðustu tveimur leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner