Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   lau 17. maí 2025 18:25
Anton Freyr Jónsson
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara svekkelsi, fáum á okkur eitt skítamark en fyrir utan það erum við að halda mjög vel varnarlega þannig já bara svekktar." sagði Rósey Björgvinsdóttir fyrirliði FHL eftir tapið á Samsungvellinum en liðið tapaði gegn Stjörnunni 1-0. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 FHL

„Mikil bæting frá því í síðustu leikjum og við erum nokkuð sáttar en við hefðum vilja koma í veg fyrir þetta mark."

„Við hefðum átt að nýta færin okkar betur en bara heilt yfir allt í lagi sko."


Hvað þarf FHL að gera til að ná að pota boltanum yfir línuna en FHL fékk tækifæri í síðari hálfleik til að jafna leikinn

„Frábær spurning, förum á æfingasvæðið og förum á æfingu og reynum að bæta okkur í að klára þessi færi."

FHL spilaði í varabúnngum Stjörnunnar í dag en búningastjóri liðsins gleymdi búningasetti liðsins fyrir austan.

„Það voru bara mannleg mistök við segjum það og það gleymdist að taka búningatöskuna með en það er allt í góðu, við getum spilað í hvaða búningum sem er."

Rósey segist vera þakklát fyrir það að Stjarnan hafi lánað liðinu búningasett.

„Það er frábært fólk hérna sem var ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur.


Athugasemdir
banner