Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   sun 18. maí 2025 10:10
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Einfaldasta skýringin er fjögur mörk gegn einu og því fór sem fór..“ Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH um hvort hann hefði einhverja skýringu á 4-1 tapi FH gegn liði Þróttar í sannkölluðum toppslag liðanna í Bestu deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 FH

Það bjó þó meira að baki og Guðni svaraði því til hvers vegna leikurinn fór jafn illa fyrir lið FH og raun bar vitni.

„Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og lendum í raun 2-0 undir þegar við förum að hefja leikinn. Alls ekki gott og við þurfum að skoða hvað gekk á þar, Við komum svo sterkt inn í leikinn í stöðunni 2-0 og fannst við taka yfir leikinn þá. Skoruðum gott mark og komum okkur í 2-1 og áttum þá að herja enn frekar á lið Þróttar og koma inn jöfnunarmarki. Í staðinn skora þær 3-1 eitthvað trúðamark en öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk. “

Undir lok fyrri hálfleiks varð FH fyrir áfalli þegar fyrirliði liðsins Arna Eiríksdóttir þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Arna virtist mjög þjáð þegar hún yfirgaf völlinn og gat ekki beitt fætinum fyrir sig og þurfti að styðja hana af velli. Vissi Guðni stöðuna á henni?

„Ég veit ekki hver staðan á henni er, þetta eru hnémeiðsli. Það virðist vera einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins í sumar. Þetta er þriðji leikmaðurinn sem er að fara í hnémeiðsli og það er erfitt að við þurfum alltaf að vera eiga við svoleiðis óhöpp. Mjög slæmt ef við erum að fara missa hana í langan tíma því hún hefur svo sannarlega bundið saman vörn FH liðsins það sem af er sumri.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner