Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
   sun 18. maí 2025 10:10
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Einfaldasta skýringin er fjögur mörk gegn einu og því fór sem fór..“ Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH um hvort hann hefði einhverja skýringu á 4-1 tapi FH gegn liði Þróttar í sannkölluðum toppslag liðanna í Bestu deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 FH

Það bjó þó meira að baki og Guðni svaraði því til hvers vegna leikurinn fór jafn illa fyrir lið FH og raun bar vitni.

„Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og lendum í raun 2-0 undir þegar við förum að hefja leikinn. Alls ekki gott og við þurfum að skoða hvað gekk á þar, Við komum svo sterkt inn í leikinn í stöðunni 2-0 og fannst við taka yfir leikinn þá. Skoruðum gott mark og komum okkur í 2-1 og áttum þá að herja enn frekar á lið Þróttar og koma inn jöfnunarmarki. Í staðinn skora þær 3-1 eitthvað trúðamark en öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk. “

Undir lok fyrri hálfleiks varð FH fyrir áfalli þegar fyrirliði liðsins Arna Eiríksdóttir þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Arna virtist mjög þjáð þegar hún yfirgaf völlinn og gat ekki beitt fætinum fyrir sig og þurfti að styðja hana af velli. Vissi Guðni stöðuna á henni?

„Ég veit ekki hver staðan á henni er, þetta eru hnémeiðsli. Það virðist vera einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins í sumar. Þetta er þriðji leikmaðurinn sem er að fara í hnémeiðsli og það er erfitt að við þurfum alltaf að vera eiga við svoleiðis óhöpp. Mjög slæmt ef við erum að fara missa hana í langan tíma því hún hefur svo sannarlega bundið saman vörn FH liðsins það sem af er sumri.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner