Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
   sun 18. maí 2025 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Vestra 1-0.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Vestri

„Frábær sigur, við mikinn hita og þreyta í báðum liðum. Það voru erfiðir bikarleikir fyrir þremur dögum. Þannig það vantaði svona aðeins kraft í bæði liðin, en þetta var ágætis fótboltaleikur. Ég held að við höfum bara gert rétt, og hittum á réttu taktíkina og náum að skora á undan þeim. Það er erfitt að skora á þá, ég held að þetta sé bara þriðja markið sem þeir fá á sig í deildinni. Þetta var leiðin, það er að skora fyrst og reyna að bæta við, en að sama skapi halda aftur af þeim."

Framarar spiluðu mjög góðan varnarleik í dag, og fyrir þremur dögum þegar þeir mættu KA í bikarnum skoruðu þeir fjögur mörk og sýndu góðan sóknarleik. Það er þá bara að koma þessum hlutum saman.

„Þetta er búið að vera erfið byrjun og við höfum átt góða sigra, en höfum líka átt slæm töp. Við þurfum að finna þetta jafnvægi á milli. Við getum varist vel, þessir síðustu tveir leikir, sýna hvað þarf til að ná úrslitum. Leikmenn átta sig á því hvað þarf til þess að vinna fótbolta leiki. Það er ekki alltaf bara að spila einhverjar flottar hælspyrnur og gera eitthvað flott, stundum þarf bara að gera hlutina einfalt. Hlaupa og berjast, og hafa þessi grunngildi í lagi líka. Við höfum náð að halda því til haga bæði í dag og síðasta leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner