Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   sun 18. maí 2025 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann Vestra 1-0.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Vestri

„Frábær sigur, við mikinn hita og þreyta í báðum liðum. Það voru erfiðir bikarleikir fyrir þremur dögum. Þannig það vantaði svona aðeins kraft í bæði liðin, en þetta var ágætis fótboltaleikur. Ég held að við höfum bara gert rétt, og hittum á réttu taktíkina og náum að skora á undan þeim. Það er erfitt að skora á þá, ég held að þetta sé bara þriðja markið sem þeir fá á sig í deildinni. Þetta var leiðin, það er að skora fyrst og reyna að bæta við, en að sama skapi halda aftur af þeim."

Framarar spiluðu mjög góðan varnarleik í dag, og fyrir þremur dögum þegar þeir mættu KA í bikarnum skoruðu þeir fjögur mörk og sýndu góðan sóknarleik. Það er þá bara að koma þessum hlutum saman.

„Þetta er búið að vera erfið byrjun og við höfum átt góða sigra, en höfum líka átt slæm töp. Við þurfum að finna þetta jafnvægi á milli. Við getum varist vel, þessir síðustu tveir leikir, sýna hvað þarf til að ná úrslitum. Leikmenn átta sig á því hvað þarf til þess að vinna fótbolta leiki. Það er ekki alltaf bara að spila einhverjar flottar hælspyrnur og gera eitthvað flott, stundum þarf bara að gera hlutina einfalt. Hlaupa og berjast, og hafa þessi grunngildi í lagi líka. Við höfum náð að halda því til haga bæði í dag og síðasta leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir