Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 13:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Kveðjuleikur Vardy
Jamie Vardy kveður Leicester í dag
Jamie Vardy kveður Leicester í dag
Mynd: EPA
Jamie Vardy er fremstur hjá Leicester City sem tekur á móti Ipswich Town í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag, en þetta verður hans síðasti leikur fyrir félagið.

Vardy yfirgefur Leicester eftir tímabilið en þetta tilkynnti hann í síðasta mánuði.

Leikurinn gegn Ipswich í dag er síðasti heimaleikur Leicester og ákvað Vardy að það yrði hans síðasti leikur. Hann hefur spilað 499 leiki og skorað 199 mörk á tíma sínum hjá félaginu.

Klukkan 13:15 hefst klukkan West Ham og Nottingham Forest, en Forest-menn eru enn í baráttu um Meistaradeildarsæti. Murillo kemur inn hjá Forest, en engar breytingar eru gerðar á liði West Ham.

Hákon Rafn Valdimarsson er þá áfram á bekknum hjá Brentford sem tekur á móti Fulham. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

West Ham: Areola; Coufal, Todibo, Kilman, Cresswell, Wan-Bissaka; Rodriguez, Ward-Prowse, Soucek; Bowen, Kudus

Forest: Sels; Aina, Milenkovic, Murillo, Williams; Sangare, Anderson; Elanga, Gibbs-White, Dominguez; Wood



Brentford: Flekken, Kayode, Collins, Van den Berg, Lewis-Potter, Norgaard, Yarmoliuk, Mbeumo, Damsgaard, Schade, Wissa

Fulham: Leno, Tete, Andersen, Bassey, Robinson, Lukic, Berge, Adama, Smith Rowe, Iwobi, Jimenez



Leicester: Stolarczyk, Justin, Faes, Coady, Thomas, Ndidi, Soumare, McAteer, El Khannouss, Ayew, Vardy

Ipswich: Palmer, Tuanzebe, O’Shea, Greaves, Davis, Morsy, Cajuste, Hutchinson, Enciso, J.Clarke, Hirst.
Athugasemdir