Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   sun 18. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson var feginn að Marmoush hafi tekið vítið
Mynd: EPA
Crystal Palace varð enskur bikarmeistari í gær eftir sigur á Man City. Þetta var fyrsti risatitill félagsins.

Eberchi Eze kom liðinu yfir en Man City fékk tækifæri til að jafna metin þegar liðið fékk vítaspyrnu.

Erling Haaland gerði sig líklegan til að taka vítið en að lokum lét hann Omar Marmoush fá boltann og Dean Henderson varði spyrnuna frá Marmoush.

„Í hreinskilni sagt þá hefði Haaland geta tekið spyrnuna, ég var ekki viss hvert hann myndi skjóta. Hann gaf Marmoush boltann og ég vissi hvert hann myndi skjóta," sagði Henderson.
Athugasemdir
banner
banner