„Ég er ógeðslega ánægður mér fannst mínar stelpur flottar og standa sig vel. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn ógeðslega góðu Víkingsliði sem hefur gengið. Við unnum vel úr okkar stöðum og refsuðum þeim harkalega," segir Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þjálfari Tindastóls, í Bestu deild kvenna eftir 4-1 sigur á Víkingi.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 4 Tindastóll
Tindastóll leyfði Víkingum að halda í boltann og voru fljótar að refsa þegar tækifæri gafst.
„Það var uppleggið, við vildum fá þær í ákveðin svæði og refsa þeim. Við fengum færi til þess að skora fleiri mörk. Þetta höfum við farið vel yfir og vonandi gengur það áfram vel.
Tindastóll vann þar með sinn fyrsta leik frá því í annari umferð.
„Við höfum spilað vel og frammistaðan verið fín en við höfum ekki klárað leikina. Ég er hæstánægður og vonandi höldum við áfram á þessari vegferð.
Meðal markaskorara Tindastóls voru tvær stelpur fæddar 2008, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir.
„Ég er sáttur að ná að skora fjögur mörk. Við höfum ekki verið að skora mikið. Fjögur mörk hér á þessum velli er sterkt og vonandi það sem koma skal."
Athugasemdir