Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   lau 17. maí 2025 20:16
Kjartan Leifur Sigurðsson
Donni: Vonandi það sem koma skal
Donni, þjálfari Tindastóls
Donni, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ógeðslega ánægður mér fannst mínar stelpur flottar og standa sig vel. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn ógeðslega góðu Víkingsliði sem hefur gengið. Við unnum vel úr okkar stöðum og refsuðum þeim harkalega," segir Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þjálfari Tindastóls, í Bestu deild kvenna eftir 4-1 sigur á Víkingi.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Tindastóll

Tindastóll leyfði Víkingum að halda í boltann og voru fljótar að refsa þegar tækifæri gafst.

„Það var uppleggið, við vildum fá þær í ákveðin svæði og refsa þeim. Við fengum færi til þess að skora fleiri mörk. Þetta höfum við farið vel yfir og vonandi gengur það áfram vel.

Tindastóll vann þar með sinn fyrsta leik frá því í annari umferð.

„Við höfum spilað vel og frammistaðan verið fín en við höfum ekki klárað leikina. Ég er hæstánægður og vonandi höldum við áfram á þessari vegferð.

Meðal markaskorara Tindastóls voru tvær stelpur fæddar 2008, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir.

„Ég er sáttur að ná að skora fjögur mörk. Við höfum ekki verið að skora mikið. Fjögur mörk hér á þessum velli er sterkt og vonandi það sem koma skal."


Athugasemdir