Bakvörðuriinn Conor Bradley hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2029.
Bradley spilaði 27 leiki í öllum keppnum á þessari leiktíð undir Arne Slot en hlutverkið gæti stækkað á næsta tímabili þrátt fyrir komu Jeremie Frimpong.
Trent Alexander-Arnold mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út og hann fer til Real Madrid.
„Ég er mjög stoltur og ánægður að skrifa undir nýjan samning og sjá hver næstu skref á ferðalaginu okkar verða," sagði Bradley.
Norður írski landsliðsmaðurinn hefur spilað með aðalliði Liverpool síðustu tvö tímabil en hann var á láni hjá Derby í C-deildinni tímabilið 2022-2023. Hann á 24 landsleiki að baki og skorað fjögur mörk.
Athugasemdir