Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
   sun 18. maí 2025 17:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eins mikill 0-0 leikur og það gerist," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir jafntefli gegn KA í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 KA

„Völlurinn erfiður, það var erfitt að opna liðin og það breytist mikið hjá okkur. Vissum að Omar (Sowe) yrði ekki með daginn fyrir leik og svo missum við Hermann (Þór Ragnarsson) og Oliver (Heiðarsson) út af. Þetta eru okkar helstu sóknarmenn og við náðum ekki að leysa það. Varnarlega vorum við traustir og virðum stigið."

Oliver og Hermann þurftu að fara af velli eftir tíu mínútna leik.

„Það þarf mikið til að hann (Oliver) fari út af. Hann er leikmaður sem stendur sig alltaf inn á vellinum og maður hefur pínu áhyggjur af því. Ég veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa þrjár svona fallbyssur út af," sagði Láki um Oliver, Hermann og Omar.

„Við virðum stigið. Við stefndum á að vinna þennan leik en þetta var þriðji leikurinn á átta dögum og það vantaði upp á slagkraftinn hvort sem það var út af leikmönnunum sem fóru út af eða dagsformið," sagði Láki að lokum.
Athugasemdir