„Þetta var eins mikill 0-0 leikur og það gerist," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir jafntefli gegn KA í Vestmannaeyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 KA
„Völlurinn erfiður, það var erfitt að opna liðin og það breytist mikið hjá okkur. Vissum að Omar (Sowe) yrði ekki með daginn fyrir leik og svo missum við Hermann (Þór Ragnarsson) og Oliver (Heiðarsson) út af. Þetta eru okkar helstu sóknarmenn og við náðum ekki að leysa það. Varnarlega vorum við traustir og virðum stigið."
Oliver og Hermann þurftu að fara af velli eftir tíu mínútna leik.
„Það þarf mikið til að hann (Oliver) fari út af. Hann er leikmaður sem stendur sig alltaf inn á vellinum og maður hefur pínu áhyggjur af því. Ég veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa þrjár svona fallbyssur út af," sagði Láki um Oliver, Hermann og Omar.
„Við virðum stigið. Við stefndum á að vinna þennan leik en þetta var þriðji leikurinn á átta dögum og það vantaði upp á slagkraftinn hvort sem það var út af leikmönnunum sem fóru út af eða dagsformið," sagði Láki að lokum.
Athugasemdir