Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   sun 18. maí 2025 17:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eins mikill 0-0 leikur og það gerist," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir jafntefli gegn KA í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 KA

„Völlurinn erfiður, það var erfitt að opna liðin og það breytist mikið hjá okkur. Vissum að Omar (Sowe) yrði ekki með daginn fyrir leik og svo missum við Hermann (Þór Ragnarsson) og Oliver (Heiðarsson) út af. Þetta eru okkar helstu sóknarmenn og við náðum ekki að leysa það. Varnarlega vorum við traustir og virðum stigið."

Oliver og Hermann þurftu að fara af velli eftir tíu mínútna leik.

„Það þarf mikið til að hann (Oliver) fari út af. Hann er leikmaður sem stendur sig alltaf inn á vellinum og maður hefur pínu áhyggjur af því. Ég veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa þrjár svona fallbyssur út af," sagði Láki um Oliver, Hermann og Omar.

„Við virðum stigið. Við stefndum á að vinna þennan leik en þetta var þriðji leikurinn á átta dögum og það vantaði upp á slagkraftinn hvort sem það var út af leikmönnunum sem fóru út af eða dagsformið," sagði Láki að lokum.
Athugasemdir
banner
banner