Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   sun 18. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Stjarnan fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vildum fyrst og fremst fá heimaleik. Við fögnum því. Þetta er erfiður andstæðingur sem við fáum," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Stjarnan mætir Keflavík á heimavelli.

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Kára úr 2. deild að velli. Það var erfiður leikur inn í Akraneshöllinni.

„Kári er virkilega flott lið, öflugt og sprækt. Þetta var skemmtilegur leikur, ekki auðveldur. Hann var aldrei að fara að vera auðveldur. Næsti leikur verður ekki auðveldari en hinir," sagði Jökull.

Stjörnumenn voru ekki búnir að æfa vítaspyrnurnar fyrir leikinn gegn Kára, en Jökull var þrátt fyrir það ekkert sérlega stressaður að eigin sögn.

„Ég var mjög rólegur og hafði gaman að þessu. Við vorum ekki búnir að æfa vítin neitt. Þá er auðvitað týpískt að það fari í vító. Þetta sýnir að það má ekki gefa sér neitt. Þetta voru virkilega góðar vítaspyrnur," sagði Jökull.

Á leið í rétta átt
Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar sem stendur með níu stig úr sex leikjum, en liðið hefur unnið þrjá og tapað þremur, en tveir af tapleikjunum hafa komið gegn nýliðunum tveimur.

Ertu sáttur með sumarið hingað til?

„Heilt yfir þá get ég ekki sagt að ég sé ánægður með hvernig við höfum spilað. Ég held að enginn okkar sé það. Þetta er að þokast í rétta átt og ef það heldur áfram, þá held ég að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst," sagði Jökull.

Umræðan í kringum Stjörnuliðið hefur ekki verið jákvæð það sem af er sumri. Hefurðu eitthvað fylgst með henni?

„Ég reyni að fylgjast ekkert með umræðu og mér er alveg sama hver umræðan er. Við höfum nóg með að pæla í okkur sjálfum," sagði þjálfari Stjörnumanna sem hefur trú á því að þetta sé að fara í rétta átt í Garðabænum. „Ég hef engar áhyggjur," sagði hann jafnframt.

Stjarnan mætir Víkingum í Bestu deildinni annað kvöld og ætti það að geta orðið hörkuleikur. „Það verður held ég bara frábær skemmtun," sagði Jökull en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um leikinn sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner