Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 16:32
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Gabríel Aron skoraði þrennu í sigri á Þór
Gabríel Aron skoraði þrennu
Gabríel Aron skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sindri Snær setti eitt fyrir gestina
Sindri Snær setti eitt fyrir gestina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 2 - 4 Keflavík
0-1 Gabríel Aron Sævarsson ('5 )
0-2 Sindri Snær Magnússon ('22 )
1-2 Atli Þór Sindrason ('27 )
1-3 Gabríel Aron Sævarsson ('30 )
1-4 Gabríel Aron Sævarsson ('43 )
2-4 Ingimar Arnar Kristjánsson ('74 )
Lestu um leikinn

Gabríel Aron Sævarsson fór mikinn í 4-2 sigri Keflavíkur á Þór í 3. umferð Lengjudeildarinnar í Boganum í dag, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrstu þrennuna á meistaraflokksferli sínum.

Þessi 19 ára gamli leikmaður spilaði fyrstu deildarleiki sína með Keflvíkingum árið 2023 og hlutverk hans stækkað með hverju árinu sem líður.

Hann kom Keflvíkingum í 1-0 á 5. mínútu er hann fékk sendingu inn í teiginn og afgreiddi snyrtilega í netið. Hans fyrsta í dag en alls ekki það síðasta.

Sindri Snær Magnússon bætti við forystuna með lausu skoti sem virtist ekki ætla inn, en þannig var það nú samt og gestirnir komnir í flotta stöðu.

Atli Þór Sindrason minnkaði muninn fimm mínútum síðar er hann hirti frákast eftir að Sindri Kristinn Ólafsson hafði varið boltann út í teiginn, en Keflvíkingar svöruðu strax.

Gabríel Aron gerði annað mark sitt eftir laglega sókn Kefvlíkinga og náði hann að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti eftir aðra glæsilega sókn. Fyrsta þrennan á meistaraflokksferlinum og hann kominn með fjögur mörk í þremur leikjum.

Þórsarar náðu að skora eitt sárabótarmark þegar fimmtán mínútur voru eftir í gegnum Ingimar Arnar Kristjánsson, en lengra komust þeir ekki og vann Keflavík sannfærandi 4-2 sigur í Boganum.

Keflavík er með 6 stig úr þremur leikjum en Þór með 4 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 3 2 0 1 7 - 4 +3 6
2.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
3.    Fylkir 3 1 2 0 4 - 2 +2 5
4.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
5.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
6.    Þór 3 1 1 1 7 - 6 +1 4
7.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
8.    Selfoss 3 1 0 2 3 - 5 -2 3
9.    Völsungur 3 1 0 2 3 - 7 -4 3
10.    Fjölnir 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
11.    Grindavík 2 0 1 1 4 - 5 -1 1
12.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
Athugasemdir
banner