Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   lau 17. maí 2025 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð tilfinning að vinna og hún venst vel," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur liðsins gegn Fram í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þór/KA

Þór/KA náði tveggja marka forystu en liðið fékk á sig mark á lokasekúndum fyrri hálfleiksins.

„Ég var mögulega aðeins of pirraður og fór drullusvekktur inn í hálfleik því að búa til vonarglætu fyrir andstæðinginn var ótrúlegur óþarfi hjá okkur. Þess vegna var ég mjög ósáttur að hafa ekki klárað fyrri hálfleikinn betur með því að vera þrjú til fjögur núll yfir," sagði Jóhann Kristinn.

Henríetta Ágústsdóttir þurfti að fara af velli strax í upphafi seinni hálfleiks en það var brotið illa á henni í fyrri hálfleiknum.

„Það er ekki góð staða á henni. Pirringsbrot sem er algjör óþarfi. Mér finnst þetta lélegt, það á að taka á þessu. Það á að vernda leikmenn, við fáum tvisvar svona óþarfa rugl og erum stálheppin að fara ekki enn verr út úr þessu. Þetta lítur ekki vel út fyrir hana en við vonum það besta og búumst við því versta," sagði Jóhann Kristinn.
Athugasemdir