
„Alltaf leiðinlegt að tapa. Fyrst og fremst vil ég byrja á að óska Þór/KA til hamingju með sigurinn, þær voru bara betri en við í dag og eiga skilið þennan sigur," Sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 3 Þór/KA
Óskar Smári var ekki ánægður með sóknarleik liðsins í dag.
„Mér fannst við alltof sjaldan komast í þær stöður sem við vildum. Þegar við komumst í stöðurnar var það annað hvort loka ákvörðunin eða síðasta snertingin var of þung. Gæðaleysi fram á við þegar lengra leið á leikinn," sagði Óskar Smári.
Fram fær Tindastól í heimsókn í næstu umferð en liðin eru bæði með sex stig í 7. og 8. sæti deildarinnar.
„Við vitum að við erum að fara mæta alvöru sem djöflast fyrir hvor aðra, það fór aðeins úrskeðis í dag. Það verður hörku helvítis leikur eins og allir aðrir leikir í þessari deild," sagði Óskar Smári.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 9 | 7 | 1 | 1 | 20 - 7 | +13 | 22 |
2. Breiðablik | 8 | 6 | 1 | 1 | 35 - 7 | +28 | 19 |
3. FH | 8 | 6 | 1 | 1 | 17 - 8 | +9 | 19 |
4. Þór/KA | 8 | 5 | 0 | 3 | 15 - 13 | +2 | 15 |
5. Fram | 9 | 5 | 0 | 4 | 13 - 18 | -5 | 15 |
6. Stjarnan | 9 | 4 | 0 | 5 | 11 - 19 | -8 | 12 |
7. Valur | 9 | 2 | 3 | 4 | 10 - 13 | -3 | 9 |
8. Tindastóll | 8 | 2 | 1 | 5 | 10 - 14 | -4 | 7 |
9. Víkingur R. | 9 | 2 | 1 | 6 | 15 - 22 | -7 | 7 |
10. FHL | 9 | 0 | 0 | 9 | 3 - 28 | -25 | 0 |
Athugasemdir