Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   lau 17. maí 2025 20:06
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
Kvenaboltinn
John Henry Andrews, þjálfari Víkings.
John Henry Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum allt í lagi þegar við spiluðum okkar leik en við gerðum þetta of auðvelt fyrir þær. Við gerðum mistök og við þurfum að bæta fyrir þau hratt vegna þess að við mætum gríðarsterku Valsliði í næsta leik," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-1 tap gegn Tindastól í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Tindastóll

Víkingar hélt vel í boltann en í hvert skipti sem Tindastóll fékk boltann skapaðist hætta.

„Við þurfum að vera einbeittari og við þurfum að vera grimmari á seinasta þriðjungs vallarins. Tindastóll gerði þetta einfalt og spilaði löngum boltum og skapaði hættu. Við viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur."

Víkingar sitja nú í fallsæti eftir sex leiki með aðeins þrjú stig, ansi dræm uppskera.

„Við áttum von á því að vera með tíu til tólf stig á þessum tímapunkti enda erum við með þannig leikmannahóp. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og við þurfum að breyta því og við munum gera það."

John hefur þó ekki áhyggjur af því að andrúmsloftið meðal sinna stelpna sé farið að súrna þrátt fyrir laka byrjun.

„Við erum jákvæð þrátt fyrir að spurningarnar þínar séu ekki mjög jákvæðar. Við munum æfa á morgun og verðum tilbúin fyrir leikinn gegn Val."

Athugasemdir
banner
banner