Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   lau 17. maí 2025 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þór/KA lagði Fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Söndru Maríu Jessen sem skoraði tvennu fyrir Þór/KA.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þór/KA

„Mjög góð tilfinning eftir, ef ég leyfi mér að segja, frekar erfiðan fyrri hálfleik. Vorum frekar þungar á okkur og ekki með nógu mikla stjórn á leiknum. Komum, ótrúlegt en satt, ósáttar inn í hálfleik þrátt fyrir að vera 2-1 yfir," sagði Sandra María.

Liðið fékk á sig mark á lokasekúndum fyrri hálfleiksins.

„Þetta var gott spark í rassinn eftir ekki okkar bestu frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta gerði það að verkum að við vildum koma enn ákveðnari inn í seinni hálfleikinn."

Þór/KA er 4. sæti fjórum stigum á eftir toppliðunum Breiðabliki og Þrótti.

„Maður er alltaf í þessu til að berjast um titla. Það er ekkert leyndarmál að auðvitað horfir maður þangað. Við teljum okkur eiga séns á móti öllum liðum í þessari deild og við bíðum spenntar eftir næsta leeik og ætlum okkur þrjú stig þar," sagði Sandra María.
Athugasemdir
banner