
Þór/KA lagði Fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Söndru Maríu Jessen sem skoraði tvennu fyrir Þór/KA.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 3 Þór/KA
„Mjög góð tilfinning eftir, ef ég leyfi mér að segja, frekar erfiðan fyrri hálfleik. Vorum frekar þungar á okkur og ekki með nógu mikla stjórn á leiknum. Komum, ótrúlegt en satt, ósáttar inn í hálfleik þrátt fyrir að vera 2-1 yfir," sagði Sandra María.
Liðið fékk á sig mark á lokasekúndum fyrri hálfleiksins.
„Þetta var gott spark í rassinn eftir ekki okkar bestu frammistöðu í fyrri hálfleik. Þetta gerði það að verkum að við vildum koma enn ákveðnari inn í seinni hálfleikinn."
Þór/KA er 4. sæti fjórum stigum á eftir toppliðunum Breiðabliki og Þrótti.
„Maður er alltaf í þessu til að berjast um titla. Það er ekkert leyndarmál að auðvitað horfir maður þangað. Við teljum okkur eiga séns á móti öllum liðum í þessari deild og við bíðum spenntar eftir næsta leeik og ætlum okkur þrjú stig þar," sagði Sandra María.
Athugasemdir