Bryan Mbeumo, leikmaður Brentford, er einn af átta leikmönnum sem eru tilnefndir til leikmanns ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp 7 í 36 leikjum á tímabilinu. Hann var mjög hissa að hann skyldi hafa verið tilfendur.
Hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp 7 í 36 leikjum á tímabilinu. Hann var mjög hissa að hann skyldi hafa verið tilfendur.
„Ég átti ekki von á þessu. Ég veit að ég átti gott tímabil en ég var hissa þegar ég sá nafnið mitt þarna. Félagið gaf mér sjálfstraust og ég er ánægður að ná þessum árangri hér," sagði Mbeumo.
„Aðrir leikmenn áttu skilið að vera þarna fram yfir mig. Það sýnir að þetta félag er að ná góðum framförum."
Athugasemdir