Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Þurfa að ná að kveikja á Foden
Foden í landsleiknum gegn Íslandi.
Foden í landsleiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Phil Foden lét lítið að sér kveða í naumum sigri Englands gegn Serbíu í fyrstu umferð Evrópumótsins. Foden hafði líka hægt um sig í vináttulandsleiknum gegn Íslandi fyrir mót.

Hann var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á liðinni leiktíð og fór á kostum með Manchester City. Gareth Southgate landsliðsþjálfari er hinsvegar ekki að ná eins miklu úr þessum hæfileikaríka leikmanni.

„Hann þarf að taka meiri ábyrgð. Leikmaður með þessa hæfileika þarf stundum ekki einu sinni að fá að vita frá þjálfaranum hvað hann þarf að gera. Phil þarf að taka meira af skarið og það sýndi sig að Jude Bellingham er aðeins fyrir ofan hann hvað þetta varðar. Foden þarf að endurheimta það sem hann sýnir hjá Manchester City," segir Cesc Fabregas, sparkspekingur BBC.

„Það er leiðinlegt að sjá leikmann í þessum gæðaflokki vera ósýnilegan í leikjum. Það þarf að ná að spila meira upp á hans styrkleika og fá meira út úr honum. Hann er settur vinstra megin og þá er hann stundum í þeirri stöðu að þurfa að komast framhjá andstæðingi með boltann. Það er ekki hans besti leikur," segir Micah Richards.

England mætir Danmörku klukkan 16 á fimmtudaginn og mætir svo Slóveníu næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner