Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. júlí 2019 11:18
Brynjar Ingi Erluson
Sturridge braut veðmálareglur - Í banni til 31. júlí
Daniel Sturridge var sektaður og er í banni út mánuðinn
Daniel Sturridge var sektaður og er í banni út mánuðinn
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Daniel Sturridge var í dag sektaður og dæmdur í bann til 31. júlí fyrir að brjóta veðmálareglur enska knattspyrnusambandsins.

Þessi 29 ára gamli framherji er án félags eftir að hafa yfirgefið Liverpool síðustu mánaðarmót en hann má ekki spila keppnisleik fyrr en 31. júlí.

Enska knattspyrnusambandið kærði Sturridge í nóvember en sambandið hélt því fram að hann hafi brotið veðmálareglur. Hann átti að hafa lekið upplýsingum til bróður síns um að hann væri á leið á láni til Sevilla í janúar árið 2018. Sturridge endaði hins vegar hjá WBA.

Sturridge var orðaður við Sevilla, Inter og Newcastle en endaði hjá Sevilla eftir að veðmálasíðurnar tóku eftir notendum sem voru að leggja mikla peninga að hann væri á leið til Sevilla.

Enska knattspyrnusambandið skipaði því sjálfstæða nefnd til að komast að niðurstöðu en Sturridge neitaði sök. Hann var hins vegar dæmdur í bann og má ekki spila fyrr en 31. júlí. Hann fékk þá 75 þúsund punda sekt.

Knattspyrnusambandið virðist þó ekki ánægt með niðurstöðu málsins og fer fram á lengra bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner