Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 18. júlí 2024 22:25
Sölvi Haraldsson
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara hrikalega ánægður með sigurinn. Við byrjum leikinn mjög vel og komumst 1-0 yfir. Síðan missum við mann af velli en við náum að harka þetta út í seinni hálfleik. Hrikalega stoltur af framlaginu sem við leggjum í seinni hálfleikinn.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflvíkur, eftir 1-0 sigur gegn ÍR.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 Keflavík

Er hægt að segja að Keflavíkurliðið sé komið í gang núna?

Þetta er í fyrsta skipti sem við tengjum saman sigra. Við ætlum okkur að vinna Aftureldingu næst sem verður bara erfiður útileikur. Það væri gaman ef við myndum ná að tengja saman þrjá sigra.“

Gunnlaugur Fannar fær rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir að taka olnbogaskot í Bergvin Fannar, sóknarmann ÍR.

„Ég sá ekki hvað gerðist en ég sá ekki hvað gerðist en ég er búinn að tala við Gulla og hann sagði að þetta hafi verið klárt rautt spjald. Hann sér eftir því og er búinn að biðja liðsfélaga sína afsökunar.

Hvað gefur þessi sigur Keflvíkingum?

Hann gefur okkur það að við erum komnir aftur í pakkann. Við hefðum misst ÍR 7 stigum fram fyrir okkur ef þeir hefðu unnið í dag. Þannig við nálgumst aðeins pakkann.

Haraldur bætir svo við að Keflavík gæti styrkt sig um einn til tvo leikmenn í viðbót í glugganum.

Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner