
„Mér líður nátturulega ekki vel með að tapa," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir tap gegn Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.
„Við byrjuðum leikinn mjög vel og áttum nokkur fín færi til að komast yfir. Við gerum síðan slæm mistök og gefum þeim fyrsta markið. Strax í kjölfarið verjumst við ekki vel og þeir refsuðu."
„Við byrjuðum leikinn mjög vel og áttum nokkur fín færi til að komast yfir. Við gerum síðan slæm mistök og gefum þeim fyrsta markið. Strax í kjölfarið verjumst við ekki vel og þeir refsuðu."
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 2 Selfoss
„Það er svolítið þannig. Við eigum til að fara í allar áttir þegar við fáum á okkur mark. Við vorum með fullt af mönnum til baka en engan sem tók á skarið og réðst á boltann. Þetta var þungt högg. Við komum til baka úr 2-0 stöðu í síðustu viku þannig við höfðum trú á þessu. Við gerðum ágætlega í seinni hálfleik en ekki nóg,"
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Grindavík en var færður vegna jarðhræringa og eldgoss við Sundhnúksgíga.
„Það sem sveið er það er að við erum að spila leik við lið sem er nálægt okkur í töflunni og við missum heimaleikinn. Maður fann í aðdraganda leiksins að þetta var pirrandi. Við viljum spila heima og það var algjör óþarfi að loka bænum," sagði Halli.
„Kvennaliðið spilaði í þvílíkum reykmekki í gær í Njarðvík en það skiptir ekki máli, það virðist alltaf vera hægt að loka Grindavík. Það er djókur með það að ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað. Þetta er orðið þreytt og leiðinlegt ástand."
„Ég er ánægður hvernig mín stjórn, Selfoss og Knattspyrnusambandið tækluðu þetta. Það þurfti að ljúka því sem fyrst. Við erum gríðarlega þakklát fyrir móttökurnar í Vogunum. Þetta eru algjörir höfðingjar. Það er dýrmætt fyrir okkur Grindavíkinga að við eigum vini út um allt," sagði Halli að lokum.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
2. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Völsungur | 12 | 4 | 2 | 6 | 18 - 27 | -9 | 14 |
8. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |
Athugasemdir