Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. ágúst 2021 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stríðsmaðurinn Nikolaj ekki brotinn - Hann og Kári gætu náð stórleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kári Árnason lék ekki með Víkingi gegn Fylki á mánudag vegna nárameiðsla. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að hann verði klár í stórleikinn gegn Val á sunnudag.

Í leiknum gegn Fylki þurfti Nikolaj Hansen að fara af velli eftir að hafa meiðst snemma í leiknum. Hann meiddist á sjöttu mínútu, lagði upp mark á níundu mínútu en fór af velli á 37. mínútu leiksins. Nikolaj er markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skorað þrettán mörk í henni í sumar.

Fótbolti.net heyrði í Arnari í dag og spurði hann út í stöðuna á þessum tveimur lykilmönnum liðsins.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Víkingur R.

„Það var frí í gær þannig ég hitti þá í fyrsta skipti frá leiknum gegn Fylki núna á eftir. Ég er búinn að heyra í Niko og hann er mun skárri. Hann fór í skanna og hann er óbrotinn, það er mjög jákvætt. Ég á von á því að þeir báðir verði heilir. Við munum meta þá betur þegar líður á vikuna."

Af hverju var Nikolaj látinn spila þetta lengi áfram eftir að hafa meiðst?

„Við vorum í stanslausum samskiptum við hann og hann var að láta okkur vita hvernig honum var að líða. Hann er auðvitað gríðarlega mikilvægur í okkar liði, það er oft þannig að þú nærð að hrista þetta af þér eða þetta versnar. Hann var nógu lengi inn á til að gera smá gagn."

„Við vorum að reyna teygja lopann með þetta til hálfleiks til að geta metið þetta almennilega."


Var hann ósáttur við að þurfa spila áfram tæpur?

„Nei, nei, Niko er algjör stríðsmaður. Hann var mest ósáttur við þurfa að fara út af. Ég er mjög ánægður með að hann sé ekki brotinn, maður óttaðist það á tímabili," sagði Arnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner