Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 18. ágúst 2022 22:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Mér finnst við hafa gleymt grunngildum þessa félags
Lengjudeildin
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með þetta. Þetta var virkilega flott. Við lögðum upp fyrir þennan leik að sýna baráttu. Við ræddum grunngildi þessa félags sem mér finnst hafa gleymst aðeins í því að reyna spila fallegan fótbolta að við eigum alltaf að vera erfiðir heim að sækja og vera yfir í öllum návígum og það hefur gleymst aðeins í sumar og við fórum vel yfir það a fundi áðan” Segir Davíð Smári Þjálfari Kórdrengja eftir 4-0 sigur sinna manna á Vestra í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Þetta á að sjást í öllum leikjum hjá Kórdrengjum. Það hafa verið miklar mannabreytingar hjá okkur seinustu ár og kannski hefur gleymst að fara yfir þá hluti afhverju við erum hérna og hverjir það voru sem sköpuðu það að við fórum upp um allar þessa deildir á þessum árum. Þeir leikmenn sem sköpuðu þessa sigurhefð hjá okkur eru ekkert endilega bestu leikmennirnir en þeir hafa lagt sig meira fram en leikmenn hinna liðanna og það má ekki gleymast.”

Morten Hansen skoraði glæsilegt mark í dag og þar að leiðandi sitt fyrsta mark hérlendis.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er mjög sterkur varnarlega en við nýttum hann aðeins framar á vellinum útaf hæð hans og vegna þess að hann er öruggur á boltanum”

Næsti leikur Kórdrengja er útileikur gegn Selfyssingum.

„Uppleggið þar er að spila fyrir okkur sjálfa og spila fyrir það sem liðið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Að spila af virðingu og með attitude og baráttu. Við erum ekki það góðir í fórbolta að við getum gleymt þvi sem við stöndum fyrir.”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner