Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 18. ágúst 2022 22:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Mér finnst við hafa gleymt grunngildum þessa félags
Lengjudeildin
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með þetta. Þetta var virkilega flott. Við lögðum upp fyrir þennan leik að sýna baráttu. Við ræddum grunngildi þessa félags sem mér finnst hafa gleymst aðeins í því að reyna spila fallegan fótbolta að við eigum alltaf að vera erfiðir heim að sækja og vera yfir í öllum návígum og það hefur gleymst aðeins í sumar og við fórum vel yfir það a fundi áðan” Segir Davíð Smári Þjálfari Kórdrengja eftir 4-0 sigur sinna manna á Vestra í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Þetta á að sjást í öllum leikjum hjá Kórdrengjum. Það hafa verið miklar mannabreytingar hjá okkur seinustu ár og kannski hefur gleymst að fara yfir þá hluti afhverju við erum hérna og hverjir það voru sem sköpuðu það að við fórum upp um allar þessa deildir á þessum árum. Þeir leikmenn sem sköpuðu þessa sigurhefð hjá okkur eru ekkert endilega bestu leikmennirnir en þeir hafa lagt sig meira fram en leikmenn hinna liðanna og það má ekki gleymast.”

Morten Hansen skoraði glæsilegt mark í dag og þar að leiðandi sitt fyrsta mark hérlendis.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er mjög sterkur varnarlega en við nýttum hann aðeins framar á vellinum útaf hæð hans og vegna þess að hann er öruggur á boltanum”

Næsti leikur Kórdrengja er útileikur gegn Selfyssingum.

„Uppleggið þar er að spila fyrir okkur sjálfa og spila fyrir það sem liðið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Að spila af virðingu og með attitude og baráttu. Við erum ekki það góðir í fórbolta að við getum gleymt þvi sem við stöndum fyrir.”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner