Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 18. ágúst 2022 22:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Mér finnst við hafa gleymt grunngildum þessa félags
Lengjudeildin
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með þetta. Þetta var virkilega flott. Við lögðum upp fyrir þennan leik að sýna baráttu. Við ræddum grunngildi þessa félags sem mér finnst hafa gleymst aðeins í því að reyna spila fallegan fótbolta að við eigum alltaf að vera erfiðir heim að sækja og vera yfir í öllum návígum og það hefur gleymst aðeins í sumar og við fórum vel yfir það a fundi áðan” Segir Davíð Smári Þjálfari Kórdrengja eftir 4-0 sigur sinna manna á Vestra í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Þetta á að sjást í öllum leikjum hjá Kórdrengjum. Það hafa verið miklar mannabreytingar hjá okkur seinustu ár og kannski hefur gleymst að fara yfir þá hluti afhverju við erum hérna og hverjir það voru sem sköpuðu það að við fórum upp um allar þessa deildir á þessum árum. Þeir leikmenn sem sköpuðu þessa sigurhefð hjá okkur eru ekkert endilega bestu leikmennirnir en þeir hafa lagt sig meira fram en leikmenn hinna liðanna og það má ekki gleymast.”

Morten Hansen skoraði glæsilegt mark í dag og þar að leiðandi sitt fyrsta mark hérlendis.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er mjög sterkur varnarlega en við nýttum hann aðeins framar á vellinum útaf hæð hans og vegna þess að hann er öruggur á boltanum”

Næsti leikur Kórdrengja er útileikur gegn Selfyssingum.

„Uppleggið þar er að spila fyrir okkur sjálfa og spila fyrir það sem liðið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Að spila af virðingu og með attitude og baráttu. Við erum ekki það góðir í fórbolta að við getum gleymt þvi sem við stöndum fyrir.”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner