Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 18. ágúst 2022 22:04
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Mér finnst við hafa gleymt grunngildum þessa félags
Lengjudeildin
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með þetta. Þetta var virkilega flott. Við lögðum upp fyrir þennan leik að sýna baráttu. Við ræddum grunngildi þessa félags sem mér finnst hafa gleymst aðeins í því að reyna spila fallegan fótbolta að við eigum alltaf að vera erfiðir heim að sækja og vera yfir í öllum návígum og það hefur gleymst aðeins í sumar og við fórum vel yfir það a fundi áðan” Segir Davíð Smári Þjálfari Kórdrengja eftir 4-0 sigur sinna manna á Vestra í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Þetta á að sjást í öllum leikjum hjá Kórdrengjum. Það hafa verið miklar mannabreytingar hjá okkur seinustu ár og kannski hefur gleymst að fara yfir þá hluti afhverju við erum hérna og hverjir það voru sem sköpuðu það að við fórum upp um allar þessa deildir á þessum árum. Þeir leikmenn sem sköpuðu þessa sigurhefð hjá okkur eru ekkert endilega bestu leikmennirnir en þeir hafa lagt sig meira fram en leikmenn hinna liðanna og það má ekki gleymast.”

Morten Hansen skoraði glæsilegt mark í dag og þar að leiðandi sitt fyrsta mark hérlendis.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er mjög sterkur varnarlega en við nýttum hann aðeins framar á vellinum útaf hæð hans og vegna þess að hann er öruggur á boltanum”

Næsti leikur Kórdrengja er útileikur gegn Selfyssingum.

„Uppleggið þar er að spila fyrir okkur sjálfa og spila fyrir það sem liðið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Að spila af virðingu og með attitude og baráttu. Við erum ekki það góðir í fórbolta að við getum gleymt þvi sem við stöndum fyrir.”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner